Garganega

Seinna hvítvínið sem vínklúbburinn smakkaði á fundi sínum um daginn var ítalskt, og aftur var farin frekar ótroðin slóð hvað meðlimi klúbbsins varðar.  Vínið kemur frá Soave Classico-héraði í Veneto, og er gert úr þrúgunni Garganega.
Pieropan Soave Classico La Rocca 2013 er fagurgult, fremur dökkt, með fína tauma,  Í nefinu eru græn epli, perur, jarðaber og krydd.  Í munni er vínið í góðu jafnvægi, kryddað en sýnir samt fínan léttleika, með keim af ristuðu brauði, grænum eplum og smá sítrushýði.  Vínklúbburinn gaf því þó ekki nema 85 stig (á sennilega aðeins meira skilið).  Aðeins í dýrari kantinum fyrir vín í þessum gæðaflokki (4.295 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook