Ofur-Toskani á góðu verði

Cum Laude frá Castello Banfi kemur líka frá ekrunum í kringum þorpið Montalcino, en hér er ekki um að ræða Brunello, heldur s.k. ofur-Toscana.  Áður fyrr, þegar þessi vín voru að koma fram á sjónarsviðið, féllu þau undir skilgreininguna vino de tavola eða borðvín, þar sem þau uppfylltu ekki reglur sem gerðar eru til vína sem mega kenna sig við upprunahéraðið.  Þegar þessi vín fóru svo að skipa sér í fremstu röð ítalskra vína sáu regluverðirnir sig tilneydda til að breyta reglunum og aðlagast breyttum tímum, og nú flokkast þessi vín sem IGT (Indicazione Geografica Tipica) sem er stallinum ofar en borðvín.  Cum Laude er látið liggja í 6 mánuði á litlum tunnum (Barrique) úr franskri eik, og svo látið liggja minnst 6-8 mánuði á flöskum eftir að lokablöndun hefur farið fram.
Banfi Cum Laude 2012 LitilCastello Banfi Cum Laude Toscana 2012 er gert úr 30% Cabernet Sauvignon, 30% Merlot, 25% Sangiovese, og15% Syrah.  Það er dökkkirsuberjarautt á lit, ungt, fallegir taumar i glasinu.  Í nefinu kirsuber, plómur, fjólur og pipar, smá lakkrís og vottar fyrir útihúsi (franska eikin).  Í munni ágæt tannín og góð sýra, fín fylling, góður ávöxtur, þétt eftirbragð með smá hrat- og súkkulaðikeim.  Gott með rauðu kjöti (naut, lamb, villibráð) og þroskuðum, hörðum ostum.  Góð kaup (3.398 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook