Ágætt rauðvín frá Pugliu

Ég hef ekki prófað mörg vín frá Pugliu, en hér er eitt ágætisvín sem ég var bara nokkuð ánægður með.  Það er gert úr þrúgu sem heitir því ágæta nafni Malvasia nera, en þrúgan Malvasia mun vera nokkuð algeng í löndunum kringum Miðjarðarhafið (mörg héruð Ítalíu, Króatíu, Balear-eyjar, Íberíuskaga og einnig Kanaríeyjar).  Algengast er að vín úr Malvasia séu hvít, en úr Malvasia nera eru gerð rauðvín, einkum í Piedmonte og Pugliu (oft blandað með Negroamaro).
Annað athyglisvert við þetta vín er að það er ekki innsiglað á sama hátt og flest ítölsk vín (ekki málmþynna né vax yfir korktappanum).
borgosole-litilMarchesi di Borgosole Salice Salentino Riserva 2013 er dökkkirsuberjarautt á lit, unglegt.  Í nefinu finnur maður kirsuber, pipar, lakkrís og smá eik.  Í munni eru ágæt tannín en aðeins of mikil sýra, gott berjabragð og þægilegt eftirbragð sem er aðeins kryddað.  Góð kaup (1.999 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook