Frábært lífrænt rauðvín

Það er svo sem ekki á hverjum degi að maður smakkar gott lífrænt vín, en lífrænu vínunum fer fjölgandi í hillum Vínbúðanna og gæðin hafa einnig aukist verulega undanfarin ár.  Ég hef áður sagt frá Cuvee Alexandre frá Casa Lapostolle í Chile, sem er mjög gott lífrænt vín, og hér er annað vín sem er ekki mikið síðra.  Það kemur frá Douro-dalnum í Portúgal, en það svæði er mikilvægasta vínhérað Portúgal.  Vínið er gert úr þrúgunum Touriga Nacional, Touriga Franca og Tinta Barroca, sem eru mikilvægastu þrúgurnar í Douro og undirstaðan í hinum frægu púrtvínum sem koma einmitt frá sama héraði.
altano_quinta_do_ataide_organicAltano Quinta do Ataide Douro 2013 er dökkrautt á lit, ungt með ágæta dýpt.  Í nefinu finnur maður rauð ber (kirsuber) ásamt bláberjum og vanillu, smá krydd.  Í munni er vínið tannískt og vantaði aðeins sýru.  Vínið er með gott berjabragð, kryddað og smá eikartónar.  Vínið þarf aðeins að ná að þroskast betur og líklega best að gefa því 1-2 ár til viðbótar, en síðan ætti það að njóta sín vel í nokkur ár til viðbótar.  Mjög góð kaup (2.348 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook