Góður Spánverji

Á suðaustur-hluta Spánar er héraðið Murcia, og í því héraði er vínræktarsvæðið Yecla að finna.  Þar þrífst þrúgan Monstrell með ágætum og frá Yecla eru nú að koma fram hin prýðilegustu vín sem yfirleitt eru á mjög hagstæðu verði.  Þrúgan Monastrell gengur reyndar undir nafninu Mourvedre í Frakklandi, og í Ameríku og Ástralíu kallast hún líka Mataro.  Þær eru reyndar ekki nema tvær tegundirnar af Monastrell sem fáanlegar eru í Vínbúðunum, en mættu að ósekju vera fleiri, því þessi vín eru bragðgóð og aðgengileg.
hecula 2012Bodegas Castano Yecla Hécula Monastrell 2012 er dökkrúbínrautt á lit, unglegt að sjá.  Þægileg angan af skógarberjum, myntu, lakkrís, plómum og kryddi, sem skilar sér vel í góðu bragðinu.  Sæmileg tannín og ágæt sýra, gott jafnvægi, en það vantar herslumuninn á það þetta vín fái fjórðu stjörnuna hjá mér (kannski níska í mér?) – örlítil beiskja sem dregur það aðeins niður.  Mjög góð kaup (2.255 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook