Hvítur ofur-Feneyingur

Í gær fjallaði ég aðeins um Amarone og Appassimento-aðferðina, og hafði áður sagt frá Ripasso-aðferðinni, en þessari aðferðir eru mikið notaðar í Veneto-héraði (Valpolicella o.fl.).  Hér er hins vegar fjallað um nokkuð óvenjulegt hvítvín.  Þetta hvítvín er nálægt því að geta kallast „ofur-Feneyingur“ því það er að hluta til gert með Appassimento-aðferðinni.  Það er gert úr þrúgunum Pinot Grigio (kallast Pinot Gris í Frakklandi og í fleiri löndum), og Verduzzo, sem er þurrkuð með Appassimento-aðferðinni.  Útkoman er ilmríkt og bragðmikið vín með þægilegum ávaxtakeim.
Masi MasiancoMasi Masianco 2015 er ljósgult á lit með grænni slikju.  Í nefinu er áberandi sítruskeimur, ásamt hunangi og sumarblómailm.  Í munni er vínið þurrt, með sítrónum, perum og apríkósum ásamt smá hunangskeim. Góður fordrykkur sem einnig gengur vel með salati, fiski og grilluðu fuglakjöti. Vínið er ekki enn komið í hillur vínbúðanna en ef það mun kosta um 2.500 krónur eða svo þá myndi ég hiklaust kalla það mjög góð kaup.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook