Klassískur Feneyingur

Í síðustu færslum hef ég fjallað um „ofur“-vínin frá Masi, en hér er fjallað um vín sem er meira í klassískum Feneyjastíl.  Modello-vínin frá Masi eru hvers dags vín sem eru samt nógu góð og vel gerð til að falla í IGT-flokkinn, sem er sami gæðaflokkur og „ofur“-vínin eru í.  Vín sem teljast dæmigerð fyrir tiltekið svæði á Ítalíu falla undir s.k. DOC-skilgreiningu, og er þá tilgreint hvaða þrúgur er heimilt að nota við víngerðina.  Í Modello-línuna er ekki notuð hinar dæmigerðu þrúgur Venteo-héraðs (Molinara, Rondinello og Corvina), heldur aðrar þrúgur sem njóta sín vel á þessu svæði.  Í rauðvínið Masi Modello delle Venezie Rosso er notaðar þrúgurnar Refosco og Raboso, sem báðar teljast upprunalega til héraðsins og er einnig að finna í nágrannahéruðunum Friuli og Trentino.
masi modelle rauttMasi Modello delle Venezie Rosso 2015 er fjólurautt á lit, unglegt með ágæta tauma.  Í nefið koma kirsuber og kryddjurtir, sem endurspeglast í munninum, þar sem einnig koma þægileg tannín og sýra, sæmileg fylling og smá vanilla í eftirbragðinu.  Þægilegt matarvín sem hentar vel með pasta, súpum, léttum kjötréttum og ferskum ostum.  Mjög góð kaup (1.780 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook