Dona Paula Los Cardos Cabernet Sauvignon Mendoza 2015

Mikilvægasta vínræktarsvæðið í Argentínu er Mendoza-héraðið sem liggur við rætur Andesfjalla.  Víngerð Dona Paula hóf starfsemi í héraðinu árið 1997 og telst vera s.k. estate-víngerð, þ.e. notar aðeins þrúgur af eigin vínekrum í vínframleiðslu sína, sem fellur í mismunandi gæðaflokka.  Vinnuhesturinn, ef svo má að orði komast, er Los Cardos-línan – 4 rauðvín, 2 hvítvín og eitt rósavín.  Vínið sem hér er fjallað um er hreint cabernet sauvignon af El Alto-vínekrunni, en í Vínbúðunum er einnig hægt að fá malbec, og svo chardonnay og sauvignon blanc í hvítu.
los cardos cabernetDona Paula Los Cardos Cabernet Sauvignon Mendoza 2015 er fjólurautt á lit, unglegt, með angan af fjólum, sólberjum, krækiberjum, vott af karamellum, steinefnum og kryddum.  Í munni finnur maður dálítinn hratkeim (krækiberjahrat), pipar, sólberjasulti og karamellurnar koma aðeins fram í eftirbragðinu.  Ekki alveg dæmigerður cabernet í suður-ameríkustíl, heldur virðist áherslan vera evrópskari.  Hentar vel með grillmatnum. 1.965 krónur í Vínbúðunum.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook