Og enn fleiri rósavín…

Víngerð Valcarlos er staðsett í Navarra-héraði, nyrst á Spáni.  Þessi víngerð heyrir undir Faustino, sem framleiðir líka samnefnd vín sem flestum Íslendingum eru að góðu kunn.  Bodegas Valcarlos framleiðir vín undir merkjum markgreifans af Valcarlos, en einnig undir merkjum Fortius, og þaðan kemur rósavínið sem hér er fjallað um.  Það er gert úr Tempranillo og Merlot og er i dekkri kantinum hvað rósavín varðar, framleitt á hefðbundinn hátt (safinn liggur á hýðinu í rúman sólarhring).

Fortius rosadoFortius Rosado 2014 er jarðarberjarautt á lit, með angan af jarðarberjum, hindberjum og smá anís.  Í munni er ágæt sýra, smá hratkeimur og örlítil beiskja í eftirbragðinu.  Ágætt vín en ekki besta rósavínið sem ég hef smakkað að undanförnu (1.899 kr) – kannski er það merlotið sem er að trufla bragðlaukana mína?

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook