Rósaveislan heldur áfram

Gerard Bertrand í Roussillon í Suður-Frakklandi framleiðir fjölda mismunandi vína, flest þeirra spennandi og vel gerð.  Sjálfsagt kannast margir við rauðvínið Tautavel Grand Terroir sem hefur vakið lukku hjá landanum og skyldi engan undra það, enda vel gert og aðgengilegt vín.  Vín frá þessu svæði eru mörg hver með dágóðan slatta af Grenache-þrúgunni, og vín úr hreinu Grenache eru yfirleitt nokkuð kröftug og bragðmikil.  Þessi bragðmikla þrúga gefur líka af sér ágæt rósavín, meðal annars það vín sem hér um ræðir.

GB Gris Blanc 2015Gerard Bertrand Gris Blanc 2015 er ljós-fölbleikt á lit, með angan af vatnsmelónum, jarðarberjum og sumarblómum.  Í munni er það frísklegt með góða sýru, jarðarberin og melónurnar skila sér í bragðinu sem er örlítið sætt (vínið telst þó þurrt).  Ágætt vín sem hentar vel með salati, fiski, asískum réttum og jafnvel ljósu fuglakjöti. Ágæt kaup (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook