Rosemount chardonnay

Vínin frá ástralska vínframleiðandanum Rosemount voru lengi í uppáhaldi hjá mér, en svo skildu leiðir okkar þegar ég flutti til Svíþjóðar, því þessi vín voru ekki alltaf til í hillum þeirra vínbúða sem ég verslaði í.  Þegar ég svo flutti heim á ný eftir áratug í Svíþjóð hafði smekkur minn breyst aðeins – ekki jafn mikið um shiraz og chardonnay líkt og áður var.  Það var því ánægjulegt að endurnýja kynnin við demantalínuna frá Rosemount á dögunum.  Þessi vín hafa yfirleitt verið ágæt miðlungsvín á góðu verði – ekkert fancy en svíkja aldrei.  2012-árgangurinn var þó óvenjugóður miðað við fyrri árganga, en ástralir hafa átt nokkuð erfitt undanfarin ár vegna hita, skógarelda og þurrka.
Rosemount DL ChardonnayRosemount Diamond Label Chardonnay 2012 er strágult, fallegt í glasi.  Eik, sítrus, ferskjur og papaya í nefi. smjörkennt eikarbragð, örlítill hnetukeimur, sítrónubörkur og ferskjur í eftirbragðinu.  Það nýtur sín betur með mat en eitt og sér – vantar smá frískleika til þess að standa sig vel á eigin vegum.  Því miður ekki fáanlegt í vínbúðum ÁTVR en kostar 1.749 kr í Fríhöfninni – góð kaup.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook