Nýr innkaupalisti!

Jæja, það er orðið löngu tímabært að gefa út nýjan innkaupalista fyrir Fríhöfnina.  Sumarið er líklega sá tími þar sem líklegast er að maður eigi leið um Keflavíkurflugvöll og Fríhöfnina.  Þegar maður kemur svo heim eru flestir orðnir þreyttir eftir langt ferðalag og hafa líklega hvorki tíma né löngun til að ráfa um verslunina í komusalnum og velta fyrir sér hvað eigi að kaupa í tollkvótann.  Þá er einmitt gott að vera með lista yfir bestu kaupin og hann er hér!  Listanum er skipt upp í bestu kaupin í rauðu og hvítu, og einnig skipt í nokkra verðflokka.  Svo er bara að prenta út og taka með í næstu ferð.  Gjörið svo vel!
Bestu kaupin i Frihofninni mai 2016

Vinir á Facebook