Oremus Tokaj Mandolas 2012

Í Master Class Vega Sicilia sem haldinn var á dögunum var fyrst rætt um útrás Vega Sicilia til Ungverjalands, nánar tiltekið Tokaj, sem á sér langa sögu í framleiðslu eðalvína, þó haldur hafi hallað undan fæti á tímum kommúnismans í Ungverjalandi.  Eftir fall kommúnismans hefur víngerðin í Tokaj tekið við sér á ný, m.a. með hjálp erlendra vínframleiðenda.  Einn þeirra er Vega Sicilia, sem keypti vínekrur í Tokaj og framleiðir þar vín undir merkjum Oremus.  Tokaj er þekkt fyrir sæt hvítvín úr þrúgunni Furmint, en Furmint gefur líka af sér góð þurr hvítvín.
Oremus Mandolas 2012Oremus Tokaji Mandolas 2012 er ljósgullið á lit, unglegt.  Í nefinu finnur maður möndlur, eik, gras, aspas og smá hvítan pipar.  Í munni er góð sýra, þægilegir eikar- og möndlutónar, sítróna og greipaldin, frísklegt vín með góða fyllingu.  Frábært vín sem kostar ekki nema rúmar 3.000 krónur og væri gaman að sjá það í hillum ÁTVR.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook