Vega Sicilia Master Class

Í vikunni var stödd hér á landi Zita Rojkovitch, sem er markaðsstjóri hjá hinni rómuðu víngerð Vega Sicila á Spáni, og var af því tilefni boðið í Master Class á vegum Bers ehf, umboðsaðila Vega Sicila á Íslandi, og Vínskólans, og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.  Ég held að flestir vínáhugamenn séu sammála því að Vega Sicilia sé toppurinn á spænskri víngerð, og heimsókn Zitu því mikill hvalreki fyrir vínáhugamenn á Íslandi.  Zita er reyndar frá Ungverjalandi, en Vega Sicilia hefur verið að hasla sér völl í þarlendri víngerð, en fyrirtækið keypti vínekrur í Tokaj eftir fall kommúnismans. Tokaj er einkum þekkt fyrir framleiðslu sætra vína úr þrúgunni Furmint, en þurr hvítvín úr sömu þrúgu frá Tokaj er einnig mjög góð, eins og við fengum að sannreyna.
Síðan var farið yfir í spænsku deildina og prófuð vín frá Rioja, Toro og auðvitað Ribera del Duero, þar sem Vega Sicilia er staðsett. Nánar verður fjallað um þessi vín í næstu færslum hér á Vínsíðunni.

Vinir á Facebook