Pago de Cirsus Chardonnay 2014

pago de cirsus chardonnay
Í gær skrifaði ég um Pago de Cirsus Vendemia Seleccionada 2011, sem féll virkilega vel í kramið og er líklega með betri kaupunum í vínbúðunum um þessar mundir.  Vín dagsins er frá sama framleiðanda og fellur í sama meðmælaflokk, því hér er virkilega gott vín á ferðinni.   Það er ekki stórt úrvalið af spænskum chardonnay, því vínreglugerðin gerir ráð fyrir að notuð séu spænskar þrúgur í hvítvínin, s.s. Verdejo og Viura.
Pago de Cirsus Chardonnay 2014 er ljósgullið á lit og í nefið koma perur og suðrænir ávextir á borð við mangó og kiwi.  Í munni er vínið smjörkennt með góðum melónum, perum, greipaldin og hunangi.  Eftirbragðið heldur sér vel og lengi.  Hentar vel með salati, fiskréttum og ljósu fuglakjöti.  Einkunn: 8,0 – frábær kaup (2.249 kr).

Vinir á Facebook