Altos Rioja Blanco 2014

Altos Blanco 2014
Vínin frá Altos de Rioja eru með þeim áhugaverðari í vínbúðunum um þessar mundir.  Ég hef áður fjallað um Tempranillo 2011 og nú er komið að hvítvíni.
Altos de Rioja Blanco 2014 er gert úr þrúgnum Viura og Malvasia.  Það hefur ljósgullin lit með angan af perum og ananas, sítrus og vanillu, með léttum eikarkeim.  Í munni er vínið feitt en á sama tíma frísklegt, með sítrus og apríkósum ásamt þægilegri eik sem kemur betur fram í eftirbragðinu.  Mjög gott matarvín sem hentar vel með fiski, grænmeti og ljósu fuglakjöti, eða bara eitt og sér!  Einkunn: 8,5 – mjög góð kaup (2.150 kr).

Vinir á Facebook