Kósíkvöld

Við höfðu kósíkvöld fjölskyldan í gær, elduðum nautalund með sveppasósu, aspas og kartöflum.  Góð vika var að baki og okkur fannst við eiga skilið að fá eitthvað virkilega gott rauðvín með.  Fyrir valinu varð Joseph Phelps Cabernet Sauvignon 2005 sem var búin að liggja í kælinum í rúmt ár.  Þetta er svona ekta amerískur Cabernet Sauvignon sem ég hef alltaf verið veikur fyrir – dökkrautt, kominn góður þroski, falleg dýpt.  Í nefinu plómur, plómur og aftur plómur! Svartur pipar, leður og lakkrís. Mjúk tannín, mjög þétt og gott vín. Eftirbragðið kannski aðeins í styttri kantinum. Smellpassaði með nautalundinni.

Vinir á Facebook