Anelletti al Forno

Í gær ætluðum við að eiga notalega kvöldstund og borða góðan en einfaldan mat.  Við ætluðum fyrst að gera lasagna en svo fann ég uppskrift að rétti sem heitir Anelletti al Forno, sem líkt og lasagna er ofnbakaður pastaréttur.  Rétturinn var einfaldur og tiltölulega fljótlegur í matreiðslu (eldunartíminn um 1½ klst).  Niðurstaðan var mjög góður réttur sem börnin skófluðu í sig af bestu lyst!  Með þessu drukkum við Brancaia TRE 2008 sem eftir duglega umhellingu hafði gott berjabragð með ágætis fyllingu og eftirbragði – smellpassaði með matnum.

Vinir á Facebook