Ja, hérna!

Þá er ljóst hvaða vín telst vera vín ársins að mati Wine Spectator.  Ég hélt ég þyrft að bíða fram á föstudag en fékk svo tölvupóst um að búið væri að birta niðurstöðurnar, sem eru svohljóðandi:
3. Peter Michael Chardonnay Sonoma County Ma Belle-Fille 2008 (97 punktar, $85, 2100 kassar) – Það fór eins og mig grunaði að þetta vín myndi lenda ofarlega á listanum.  Auðvitað eigum við enga möguleika á að nálgast þetta vín!
2. Two Hands Shiraz Barossa Valley Bella’s Garden 2008 (94 punktar, $55, 2400 kassar) – Ástralskur shiraz sem byrjað var að framleiða árið 2001, 6 af 8 árgöngum hafa náð inn á topp 100!  Merkilegt nokk þá eru til nokkrar flöskur af þessu víni hér í Svíþjóð (vona bara að verði ekki uppselt þegar ég kíki í vínbúðina mína í fyrramálið…)
1 – VÍN ÁRSINS: Saxum James Berry Vineyard Paso Robles 2007 (98 punktar, $67, 950 kassar) – Kemur svo sem ekki á óvart að þetta vín varð fyrir valinu, eini gallinn er sá að þetta vín er framleitt í frekar litlu magni, en það eru auðvitað gæði og verð sem ráða ferðinni, og ekki skortir það gæðin að mati vínsérfræðinga.  Framleiðandinn Justin Smith segir að þetta sé besta vín sem hann hafi látið frá sér (og hann er einnig á því að 2008 sé litlu síðri, en reyndar má búast við að það muni kosta aðeins meira!), James Laube hjá Wine Spectator gaf því 98 punkta og þessa umsögn: „An amazing wine, dense, rich and layered, offering a mix of
power and finesse, with concentrated dark berry fruit, mineral, sage, herb and cedar notes that are pure, intense, focused and persistent.“
Robert Parker bætir svo um betur og gefur víninu fullt hús eða 100 stig og þessa umsögn: „Utter perfection, and one of the most profound Rhone Ranger wines I have ever tasted is the 2007 James Berry Vineyard Proprietary Red, a blend of 41% Grenache, 31% Mourvedre, and 28% Syrah (15.8% alcohol). It would be an amazing wine to insert in a tasting of the most profound 2007 Chateauneuf du Papes. As with many prodigious wines, the extraordinary freshness, purity, equilibrium, and singularity of this effort isbreathtaking. Its dense purple color is accompanied by an extraordinary, incredibly pure, all enveloping, intense, sweet nose of black raspberries, kirsch, spring flowers, spice box, and pepper. Full-bodied with not a hard edge to be found, it is stunningly concentrated with unreal purity, a voluptuous texture, and remarkable freshness for a wine of such power, depth, and concentration. This 2007 will be approachable young, although I would not be surprised to see it close down given the relatively elevated proportion of Mourvedre, and it should drink well for 12-15 years.“
Við þurfum ekkert að láta okkur dreyma um að geta nálgast þetta vín…
Auðvitað mátti maður búast við því að þeir myndu velja eitthvert amerískt vín í þetta sinn, en ég verð þó að viðurkenna að ég er nokkuð hissa á að hvorki Ruffino Modus né púrtvínið mitt eru á topp 10 í ár.

Vinir á Facebook