Coto de Imaz Gran Reserva 1996

Á laugardaginn opnuðum við Coto de Imaz Gran Reserva 1996, sem ég fékk á sínum tíma frá Keizaranum. Líkt og önnur Riojavín er þetta hreint Tempranillo og eins og reglurnar kveða á um Gran Reserva þá var vínið 2 ár í tunnum og 3 ár á flösku áður en það var sett í sölu.
Vínið er nokkuð dökkt að sjá, góð dýpt. Góður ávaxtailmur ásamt svörtum pipar, tóbaki, eik (ameríska eikin með smá brenndum keim) og ögn af leðri. Mjúkt og fínt í munni, tannínin hafa tekið sig vel og fyllingin nokkuð þétt. Gott og nokkuð langt eftirbragð. Góð kaup (góð gjöf!).  Passar vel með nauti og grilluðum mat.

Coto de Imaz Rioja Gran Reserva 1996

Vinir á Facebook