Chateau de Tertre Margaux 1999

Glæsilegur litur með mikla dýpt en í meðallagi dökkt.  Ristað brauð með smjöri, kaffi og eik fyrir þyrlun. Eftir þyrlun hverfur ristaða brauðið, kaffi og eik verða meira áberandi. Einnig grænn pipar, leður, súkkulaði, fersk paprika og vanilla. Mild en margslungin lykt með gott jafnvægi.  Vín í mjög góðu jafnvægi með keim af kaffi, leðri og tóbaki. Langt eftirbragð og skemmtilegur karakter.
Matur: lamb, villibráð
Einkunn: 8,0

Vinir á Facebook