Allegrini La Grola 1998

Miðlungsdjúpt vín, fallega rautt. Dálítil dósalykt (állykt fyrir þyrlun), rifsber, ger og kaffi. Kröftug og góð fylling í byrjun, talsvert tannískt. Eftirbragðið fylgdi upphafsbragðinu ekki nógu vel eftir, stuðaði menn með smá álkeim, beiskt og minnti helst á vermút. Gæti batnað við geymslu.

Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook