Chateau Cantemerle Haut-Medoc 1994

Fremur ljóst, ágætur þroski, liturinn minnir á pinot noir, dalsverð dýpt. Kaffi, pipar og leður alls ráðandi í lyktinni, magnast mjög við þyrlun og læðir fram ávöxtum og þá einna helst rifsberjum. Bragðið piprað í fyrstu, svo milt. Eftirbragðið ótrúlega langt og gott.
Einkunn: 8,0

Vinir á Facebook