Þetta er dökkt vín með nokkuð góða dýpt en er enn nokkuð ungt og nokkur blámi í rönd. Það angar af pipar, sólberjum, plómum og lakkrís, en einnig má greina leður og eik – nokkuð frísklegur og skemmtilegur ilmur. Í munni nokkur tannín, sýra rétt yfir meðallagi, dálítill hratkeimur (krækiber), eftirbragðið gott en er hins vegar nokkuð stutt og olli mér nokkrum vonbrigðum vegna þess. Vín fyrir villibráð og naut, en þarf að fá að anda, jafnvel umhellast áður en þess er neytt. Góð Kaup!
Einkunn: 8,0