Þetta vín er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum vinum. Þegar ég smakkaði þetta vín var það nokkuð ungt en byrjandi þroski, þokkalega dökkt og ágæt dýpt. Lyktin nokkuð einföld – eik, sólber, vottar fyrir leðri og pipar. Vínið er í góðu jafnvægi, með ágæta sýru og eik, mjúkt og ljúffengt, og eftirbragðið endist nokkuð vel.
Einkunn: 8,0 – Góð Kaup