Joseph Drouhin Chablis Les Clos Grand Cru 1997

Vín mánaðarins í nóvember 1999, og hið fyrsta sem hlýtur þann titil, er Chablis Les Clos Grand Cru 1997 frá Joseph Drouhin, sem er einn af stærstu og virtustu vínframleiðendum Frakklands. Þetta er mjög sérstakt vín, með græna og gyllta áferð, og stílhreinan og lokkandi ilm sem kitlar bragðlaukana svo um munar, og bragðið er langt, mjúkt og margslungið en eikin og eplin koma þó fyrst upp í hugann. Þetta er áberandi dýrasta hvítvínið sem er í almennri sölu hjá ÁTVR, kostaði 2.680,- kr í október 1999, en það er hverrar krónu virði, því það er einnig það langbesta sem ÁTVR hefur upp á að bjóða í almennum verslunum sínum. Það ætti því að vera góð fjárfesting í þessu víni, því að það ætti að geymast vel og batnar bara með árunum, a.m.k. næstu 5-10 ár.
Einkunn: 9,0

Vinir á Facebook