19 Crimes The Uprising 2019

Í kjölfar iðnbyltingarinnar varð mikil breyting á búsetu fólks í Evrópu og margir fluttu til borganna sem stækkuðu hratt. Glæpatíðnin jókst mikið og fangelsi urðu mörg yfirfull. Bresk yfirvöld hófu þá að dæma fanga til þess að verða fluttir til breskra nýlendna og þessir brottfluttu menn áttu ekki afturkvæmt til Bretlands. Eftir að Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði lokaðist sú leið fyrir fangaflutninga og þess í stað voru fangar sendir til Ástralíu. Nítján glæpum – allt frá ólögmætu hjónabandi til grafarráns – fylgdi sú refsing að vera dæmdur til fangavistar í Ástralíu.

Vínhúsíð 19 Crimes segir sögu sumra þessara dæmdu manna og kvenna og á flöskumiðanum eru myndir af einstaklingum sem voru dæmdir til fangavistar í Ástralíu. 19 Crimes er í eigu stórfyrirtækisins Treasury Wines Estate, sem á m.a. Penfolds, Lindemans, Wynn’s, Beringer, Rosemount og Matua, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Treasury Wines létu útbúa smáforrit – Living Wine Labels – sem skannar flöskumiðann og gæðir hann lífi með margmiðlunarefni. Þannig segja hinir dæmdu einstaklingar á flöskumiðum 19 Crimes sögu sína í gegnum þetta smáforrit. Til að örva söluna enn frekar hafa 19 Crimes látið prenta glæpina 19 á korktappann sem settur er í flöskurnar, í þeirri von um að neytendur vilji komast yfir korktappa með öllum glæpunum 19.

Vín dagsins

Það er ákveðin tískubylgja í gangi í vínheiminum, sem auðvitað miðar að því að vínin höfði til nýrra neytenda. Þannig eru vín t.d. látin liggja á eikartunnum sem áður hafa verið notuð undir romm, viskí eða púrtvín, til að ljá víninu ný einkenni. Vín dagsins hefur þannig að hluta verið látið liggja í 30 daga á tunnum sem áður voru notaðar undir romm og það má greina í bragðinu. Vínið er gert úr þrúgunum Shiraz (50%), Cabernet Sauvignon (35%) og Grenache (15%) – sama blanda og notað er í vínið The Banished, en það vín var ekki sett á rommtunnur.

19 Crimes The Uprising 2019 er djúpfjólurautt á lit, unglegt með miðlungsdýpt. Í nefinu finnur maður leður, pipar, bláber, hindber, krækiber og romm. Í munni eru miðlungstannín, góð sýr og þokkalegur ávöxtur. Leður, hindber, romm, súkkulaði og pipar. Fer vel með grilluðu svínakjöti og lambakjöti. 88 stig. Góð kaup (2.499 kr).

Notendur Vivino gefa þessu víni 4.0 í einkunn (1107 umsagnir þegar þetta er skrifað.

19 Crimes The Uprising 2019
19 Crimes The Uprising 2019 fer vel með grilluðu svínakjöti og lambakjöti. Góð kaup.
4
88 stig

Vinir á Facebook