Vín frá Margrétará

Í suðvesturhluta Vestur-Ástralíu rennur áin Margaret River, og meðfram henni liggur samnefnt vínræktarsvæði.  Víngerð við Margaret River hófst ekki fyrr en árið 1967, en framfarirnar hafa verið miklar og þaðan koma nú sum af bestu hvítvínum Ástralíu, einkum úr Chardonnay.  Mest er þó ræktað af Sauvignon Blanc og Caberet Sauvignon.  Vín dagsins er blanda Cabernet Sauvignon og Merlot, og kemur frá fjölskylduvíngerðinni Moss Brothers.
mb-cabmerlot-690x970Moss Brothers Cabernet Merlot 2015 er ljósrúbínrautt á lit, unglegt með ágæta tauma.  Í nefi er áberandi angan af skógarberjum, plómum, fjólum, eik og myntu.  Í munni eru ágæt tannín, þetta er frísklegt vín, með leður, mynta og skógarber, örlítið hrat í eftirbragðinu sem annars heldur sér nokkuð vel. Smellpassar með íslenska lambinu! Bíð spenntur eftir að þetta vín berist í hillur vínbúðanna.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook