Jacqueline Brut Blanc de Blancs

Enn heldur freyðivínsprófunin áfram og næst er tekið fyrir franskt freyðivín að nafni Jacqueline Brut Blanc de Blancs.  Nafnið vísar til Blanc de Blancs kampavína, sem þykja þau bestu í þeim hópi, en nafnið þýðir „hvítt úr hvítu“, þ.e. að í vínin fara aðeins hvítar (grænar) þrúgur, og í Champagne þýðir það Chardonnay.  Blanc de Noirs eða „hvítt úr svörtu“ eru gerð úr Pinot Noir.  Þetta vín er þó ekki alveg í sama gæðaflokki og blanc de blancs kampavín, þó það sé líklega eingöngu gert úr hvítum þrúgum.  Það er heldur ekki tilgreint hvaðan það kemur, heldur aðeins að það sé franskt.
jacquelin brut blanc de blancsJacqueline Brut Blanc de Blancs er ljósgult á lit, með smá epla- og gerkeim.  Ágæt kolsýra, eplabragðið áberandi en það verður aðeins biturt í eftirbragðinu.  Ágæt kaup fyrir aðeins 1.498 kr en það er vel hægt að finna betri freyðivín fyrir nokkrar krónur til viðbótar.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook