Pares Balta Blanc de Pacs 2014

Nýlega sagði ég frá cava-vínunum spænsku, sem eru að mestu gerð úr þrúgunum Parellada, Xarello og Macabeu.  Hér er komið hvítvín sem er gert úr sömu þrúgum og framleiðslan er öll lífræn.  Víngerð Pares Balta í Penedés á Spáni á sér langa sögu sem spannar yfir 200 ár.  Á þessari öld hefur framleiðslan færst meira yfir í lífræna ræktun og víngerð, og þeir hafa meira að segja verið að búa til s.k. náttúrleg vín (eins og gert var í árdaga víngerðar), þar sem öll gerjun gerist á náttúrulegan hátt í stórum amfórum úr leir.
pares balta blanc de pacsPares Balta Blanc de Pacs 2014 er strágult á lit, unglegt.  Það hefur þægilega sítrus- og ananasangan, með smá steinefnakeim.  Í munni er þetta bragðmikið vín, þurrt, með sítrus og ananas, og mér fannst ég meira að segja finna ögn af mangó.  Vínið hefur ágæta fyllingu en eftirbragðið er aðeins í styttra lagi.  Hentar vel með skelfiski, asískum mat og jafnvel indverskum. Góð kaup (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook