Bestu freyðivínin í Ríkinu?

Í Fréttablaðinu í dag eru fjórir aðilar fengnir til að dæma freyðivín sem fást í vínbúðum ÁTVR. Ellefu vín (öll undir 2.000 krónum) voru blindsmökkuð og óhætt að segja að þau hafi vakið mismikla hrifningu dómaranna. Hér eru niðurstöðurnar, en vart þarf að taka fram að hér er um að ræða freyðivín önnur en kampavín.
1. Freixenet Cordon Negro Brut – einkunn 4,4
2-3. Santero Prosecco Craze – 3,5
2-3. Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut – 3,5
4-5. Cristalino Jaume Serra Brut – 3,3
4-5. Codorniu Clasico Semi-seco – 3,3
6. Henkell Trocken – 2,3
7. Tosti Asti – 2,0
8. Gancia Asti – 1,3
9-10. Martini Asti – 1,0
9-10. Platino Moscato – 1,0
11. Santero Moscato Spumanti – 0,9
Þessi niðurröðun er nánast hin sama og fengist ef vínunum væri raðaða eftir verði.  Gæðin aukast yfirleitt ef menn teygja sig yfir 2.000 krónurnar og má t.d. nefna Codorníu Selección Raventós (2.799) sem fær 4 stjörnur af 5 hjá vefsíðunni Tasteline, Ferrari Masimum Brut (4.250 kr) fær sömuleiðis 4 stjörnur.
Kampavínspistill er væntanlegur – fylgist með!

Vinir á Facebook