Pöntunin komin í hús – Vín ársins væntanlegt

Síðastliðinn föstudag fór ég og náði í pöntunina mína – fullt af frábærum ítölskum vínum – en þeim tókst aðeins að klúðra málunum í vínbúðinni.  Þeir pöntuðu nefnilega hálfflöskur af Castillo di Brolio 2006!  Sem betur fer voru þó til nokkrar flöskur í annarri búð skammt frá þannig að ég skrapp þangað og keypti allan lagerinn þeirra!  Nú verður ekki pantað meira á næstunni (nema eitthvað mjög spennandi birtist) því ég hef ekki pláss fyrir meira.  Ég þurfti að skoða vel í vínkælana mína og taka út nokkrar flöskur til að rýma fyrir nýju vínunum, og nú er ástandið þannig að ég verð að fara að drekka eitthvað af þessu til að fá pláss fyrir ný vín (ekki svo slæm tilhugsun!).
Annars er það helst fréttnæmt að hinn árlegi topp-100 listi Wine Spectator birtist eftir rúma viku.  Þar sem ég er áskrifandi fæ ég að sjá listann nokkrum dögum áður en hann verður gerður opinber og gaumgæft vínbúðirnar í von um eitthvað bitastætt.  Ég hyggst svo sjálfur útnefna vín ársins að vanda og lýsi hér með eftir tillögum frá lesendum!

Vinir á Facebook