Á Íslandi

Þessa dagana er ég staddur í fríi á Íslandi ásamt dætrum mínum og Guðrún er væntanleg í vikulokin.  Við fórum í dag og kíktum á gamlar drossíur, en Fornbílaklúbbur Íslands er með landsmót á Selfossi (þar sem foreldrar mínir búa).  Þar sáum við bæði glæsivagna og gamla skrjóða í misgóðu ástandi.
Pabbi grillaði gómsæta nautasteik og með henni drukkum við Les Tourelles des Longueville Pauillac 2005.  Ákaflega gott vín, unglegt með frísklega berjakeim þar sem einnig má finna angan af eik, leðri og tóbaki.  Rífandi tannín og sýra í góðu jafnvægi gefa góð fyrirheit um framtíðina, en þetta vín á nokkuð í land með að ná fullum þroska og væri best að geyma í a.m.k. 3-4 ár til viðbótar.  Engu að síður ljúffengt nú þegar – Einkunn: 9,0 – Góð Kaup!

Vinir á Facebook