Ný síða: Austurríki

Þessa vikuna er ég staddur í Falun og satt að segja er ósköp lítið um að vera hérna. Það bjargar mér alveg að Meistaradeildin er í kvöld og annað kvöld, en ég reyni líka að nota tímann í eitthvað gagnlegt og er nú búinn að setja saman lítinn fróðleiksmola um Austurríki. Þessi kafli er skrifaður fyrir vínbókina mína en ég ákvað að skella honum líka inn sem fróðleiksmola hér á síðunni (sjá listann yfir síður hér til hægri).
Vínklúbburinn heldur sína víðfrægu og mjög svo exclusive árshátíð nú um helgina og því miður verð ég fjarri góðu gamni.  Þetta eru magnaðar veislur og orðið allt of langt síðan ég tók þátt í þeim.  Á næsta ári verð ég að bóka helgarferð til Íslands í mars/apríl og sjá til þess að árshátíðin verði haldin þá helgi…

Vinir á Facebook