Fyllt á vínskápinn

Þá er viðburðaríkri Íslandsdvöl lokið og við aftur komin heim til Uppsala.  Ég passaði auðvitað upp á að kaupa pínulítið í vínskápinn minn og keypti m.a. vín sem ég hef ekki séð í mörg ár (les. síðan ég flutti út) – Beringer Cabernet Sauvignon Private Reserve 2004. Þetta vín var orðið þokkalega dýrt fyrir nokkrum árum, u.þ.b. 10 þúsund út úr Heiðrúnu og því kom það þægilega á óvart að það kostaði ekki nema tæplega 7 þúsund krónur í dag!  Reyfarakaup!  Þá keypti ég Tignanello 2005 og Les Tourelles de Longueville 2004.  Rosemount GSM fékk líka að fylgja með í kaupunum.  Vínskápurinn kominn í gott ástand og stækkunar þörf!

Vinir á Facebook