Tignanello ’97

Við kíktum til Einars og Árdísar í gær og fengum að vanda höfðinglegar móttökur. Haldiði ekki að hann hafi verið búinn að taka upp Tignanello 1997 handa okkur! Einn allra besti Tignanelloinn síðan hann kom á markað. Djúpur og fallegur litur, kominn ágætur þroski í vínið. Leður, pipar og ávöxtur mest áberandi í nefi. Gott jafnvægi, nóg eftir af sýru og tannínum, langt og gott eftirbragð. Gott a.m.k. næstu 10-15 árin! Frábært vín!

Vinir á Facebook