Jólin fóru fyrir lítið!

Já, þau voru hálf endasleppt þessi jól, a.m.k. hjá mér, því ég lagðist í pest á jólanótt og lá í rúminu fram á annan dag jóla. Ég pantaði ekkert vín fyrir jólin því heimasíðan hjá Systeminu var í rúst og ekki hægt að skoða úrvalið hjá þeim. Ég tók því eina ágætis Brunello di Montalcino úr kælinum á aðfangadagskvöld en þó að vínið hafi verið gott þá passaði það auðvitað engan veginn við jólamatinn. Um áramótin býður Keisarinn til veislu og ég hef ýmsar hugmyndir um það hvað eigi að drekka í þeirri veislu. Ég ætla reyndar að elda rjúpusúpuna mína fyrir hann en hef þó enga haldgóða hugmynd um hvað passar með henni. Ætla þó að leggja höfuðið í bleyti fram að áramótum en tek þó auðvitað á móti öllum tillögum.

Vinir á Facebook