Sushi og …?

Við fengum okkur sushi í gær (dauðlangaði í Dominos pizzu en þær fást ekki hér í Uppsölum) og þá fór ég að velta fyrir mér hvað maður ætti eiginlega að drekka með því. Ég hef ekki oft borðað sushi en er þó orðinn verulega hrifinn af því og það kæmi mér ekki á óvart þó það yrði sífellt algengara hér á heimilinu. Ég leitaði því aðeins á netinu að heppilegu víni með sushi og fann þar ýmislegt sem kom mér á óvart. Þar var m.a. bent á Rosemount Semillon-Chardonnay og Marimar Pinot Noir! Bæði þessi vín eru fáanleg í vínbúðum ÁTVR. Aðrir bentu á bjór og þá sér í lagi japanskan bjór, t.d. Kirin Ichiban eða Sapporo Premium Lager.
Ég lýsi hér með eftir fleiri uppástungum!

Vinir á Facebook