Weinkellerei St. Peter Paradise Garden 2000

Þetta er vín frá Nahe-svæðinu í Þýskalandi. Flaskan er, líkt og aðrar frá St. Peter Weinkelleri, nokkuð frábrugðin því sem við eigum að venjast þegar merkingar eru annars vegar og þær skera sig nokkuð úr fjöldanum vegna þessa. Vínið er ljósleitt, unglegt. Nokkuð dæmigerð Riesling-lykt, epli, sítrusávextir, vægur eikarkeimur. Hálfþurrt vín, svalandi og skemmtilegt, með gott en nokkuð stutt eftirbragð. Hentar vel sem fordrykkkur, með léttum fiskréttum og salati, eða bara eitt sér á fallegu sumarkvöldi.
Einkunn: 6,0

Vinir á Facebook