Talsverð dýpt. Appelsínugult í röndina – vel þroskað, fágað að sjá.
Kardimommur, lakkrís, súrhey, blýantur, leður og eik – mild og þægileg lykt (svaka pakki).
Pipar og reykur í mjög þéttu og góðu bragði. Mjög langt eftirbragð sem heldur sér vel allan tímann, skortir þó aðeins fyllingu. Smá mandarínukeimur í eftirbragðinu.
Einkunn: 8,0