Joseph Drouhin Laforet Pinot Noir 1997

Það er alkunna að Gaulverjar hófa að rækta Pinot Noir áður en Rómverjar réðust inn í Gallíu. Fyrstu víngarðar þessarar þrúgu litu dagsins ljós efst í hæðum Mersault og Pommard árið 150 f.Kr. Rómverjarnir áttuðu sig einnig á því að Pinot Noir kann best við léttan jarðveg, milt loftslag, og að því farnast best snúi ræktunarsvæði þess í austur. Sagan sýnir því að engin önnur þrúgutegund hæfir betur aðstæðum í Búrgúndí en Pinot Noir. Berin í Laforet Borgogne Pinor Noir eru valin frá mismunandi víngörðum, yfirleitt frá Côte de Beaune. Þau eru handtínd og flutt í Drouhin-kjallarana sem eru rétt utan við Beaune. Þau eru látin gerjast í opnum trékerjum eða stáltönkum, og gerjunartíminn er u.þ.b. 16 dagar. Hluti vínsins er síðan látinn þroskast í tunnum og hluti í stáltönkum, svo að vínið nái bæði góðum þroska en haldi einnig ferskleika sínum.

Vínið hefur yfirleitt fallega áferð. Hindber og sólber eru áberandi í lyktinni og einnig í bragðinu, og það er létt tannínskt. Áfengisprósenta er venjulega um 12,5%. Framleiðandinn mælir ekki með því að þetta vín sé geymt í mörg ár, heldur er betra að drekka það ungt, 2-3 ára. Kjörhiti við neyslu er 15-16°. Það passar með margvíslegum mat, s.s. fugli, hvítu kjöti, steikum og mjúkum ostum.
Einkunn: 5,0

Vinir á Facebook