Vínsíðan flytur!

Nú er ég loks búinn að færa Vínsíðuna yfir á nýjan vefþjón og nýtt lén komið í notkun – www.vinsidan.is

Ástæða þess að ég flutti mig um set var sú að óprúttnir aðilar náðu að brjótast inn á vefþjóninn sem ég hef notað undanfarinn áratug og lauma inn kóða sem beinir lesendum á villigötur þannig að þeir lenda á einhverri annarri síðu.  Mér hefur ekki tekist að koma auga á villuna eða bakdyrnar sem hleypir þeim inn, og kostnaður við að hreinsa vefinn og halda honum hreinum mun nema tugum þúsunda á ári.  Þar sem þessi síða er rekin sem áhugamál og skapar mér engar tekjur þá hugnast mér ekki að fara út í þennan kostnaðarauka og ákvað því að færa mig um set, enda lengi velt því fyrir mér og læt nú loks verða af því.

Þetta vandamál er skýring þess hve lítið hefur verið um að vera hér á Vínsíðunni að undanförnu, og jú – ég skrapp reyndar úr landi seinni part maí mánaðar, m.a. til Rioja-héraðs á Spáni (sú ferðasaga kemur síðar).  Það vantar reyndar myndir í flestar færslurnar á síðunni en ég dunda mér kannski við það á næstunni að uppfæra þær og setja inn réttar myndir.  Útlitið er líka aðeins breytt og vonandi líkar lesendum vel við þessar breytingar.

Vinir á Facebook