Nautalund með madeirasósu og La Grola

Við vorum frekar óákveðin hvað við ættum að hafa í kvöldmat nú í kvöld.  Við héldum því út í búð og komum heim með brasilíska nautalund sem við elduðum að hætti Sigga Gísla (sjá Landsliðsréttir Hagkópa) og gerðum madeirasósuna hans ásamt hefðbundnu meðlæti.  Þetta reyndist hreinasta lostæti og nú er maður nánast afvelta!  Með þessu drukkum við Allegrini La Grola 2005.  Þetta er Verónavín (tilheyrir reyndar Feneyjum), dökkt og fallegt í glasi, ennþá unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður kirsuber, plómur, leður og súkkulaði, ásamt örlitlum áfengiskeim.  Í munni örlítið tannískt, hæfileg sýra en eftirbragðið kannski aðeins í styttra lagi.  Einkunn: 7,5 – Góð Kaup!

Vinir á Facebook