Önnur frábær kaup í Fríhöfninni

Þeir eru þó nokkrir gullmolarnir í Fríhöfninni og suma þeirra getur maður aðeins nálgast þar. Það á meðal annars við um vín dagsins, sem því miður er ekki enn komið í vínbúðirnar en er þó hægt að sérpanta.

Vín dagsins

Vín dagsins kemur frá þorpinu Cairanne í suðurhluta Rónarhéraðs í Frakklandi, en þorpið er í næsta nágrenni við Chateaneuf-du-Pape.  Það er gert úr þrúgunum Grenache Noir, Syrah og Mourvèdre.

Boutinot Cairanne La Cote Sauvage 2015 er kirsuberjarautt á lit með byrjandi þroska. Í nefinu eru kirsuber, vanilla, mynta, útihús, eik og skógarber. Í munni eru stinn tannín, góð sýra og þægilegur ávöxtur. Skógarber, leður, kirsuber og ögn af eik. Frábær kaup (1.999 kr í Fríhöfn, 2.699 kr í sérpöntun). 91 stig.

Vinir á Facebook