Óhófleg áfengisneysla eykur líkur á krabbameini

Vísindamenn frá Montreal í Kanada hafa fundið sterk tengsl milli óhóflegrar áfengisneyslu og 6 ólíkra tegunda krabbameins í körlum.  Þeir sáu einnig á hófleg víndrykkja getur aukið hættu á sortuæxlum og endaþarmskrabbameins, en minnkaði hins vegar líkur á að fá ýmis önnur krabbamein.  Bjór og sterkt áfengi virðast vera sterkari áhættuþættir.
Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna getur óhóflega áfengisneysla sjöfaldað líkur á að fá krabbamein í vélinda og lifur, og aukið hættu á krabbameini í ristli, maga og blöðruhálskirtli um allt að 80% miðað við bindindismenn!  Hófleg víndrykkja hafði hins vegar mjög væg áhrif á endaþarmskrabbamein og sortuæxli (7-9%) en minnkaði hins vegar líkur á öðrum krabbameinum um 10-40%
Greinina er hægt að nálgast hér.

Vinir á Facebook