Vínsíðan bráðum 10 ára!

Vínsíðan hóf göngu sína sumarið 1999 og á því 10 ára afmæli í sumar.  Til að fagna þessum tímamótum vinn ég nú að lítilli vínbók sem tryggir lesendur munu geta nálgast endurgjaldslaust.  Í bókinni verða nokkrar góðar færslur og fróðleiksmolar sem birst hafa á Vínsíðunni í gegnum tíðina en að lang mestu leyti verður um nýtt efni að ræða.
Ef þið hafið einhverjar óskir eða uppástungur um efni í bókinni tek ég góðfúslega við ábendingum.

Vinir á Facebook