Gamall vinur sem aldrei bregst

Á skírdag prófaði ég Concha y Toro Casillero del Diablo Merlot 2008.  Þetta er 12. árgangurinn í röð sem ég prófa af þessu annars ágæta víni og ég er eiginlega alltaf jafn ánægður með það.  Dökkt og fallegt í glasi en þó ekki með mjög mikla dýpt.  Kirsuber, plómur og pipar í ilminum og í munni koma einnig fram kryddjurtir og ameríska eikin verður líka meira áberandi.  Gott eftirbragð sem endist þokkalega.  Gott vín með grillmat og ostum.
Casillero del Diablo Merlot

Vinir á Facebook