Kominn á Facebook!

Já, nú er Vínsíðan komin á Facebook! Tilgangurinn er auðvitað að reyna að auka umferðina á síðuna og með því stuðla að bættri vínmenningu landans. Ég hef sett vísa á undanfarnar færslur inn á facebook-síðuna mína og því er ekki að neita að umferðin inn á síðuna jókst aðeins við það.
Hins vegar verður að segjast að lesendur eru einstaklega latir við að tjá sig um það sem hér fer fram. Ég tek góðfúslega við öllum ábendingum, hvort sem það er um innihald síðunnar eða ábendingar á góð/slæm vín.

Vinir á Facebook