Beikonsprengja!

Í Ameríku er allt stærst og mest.  Þó ekki alltaf best!
Ein uppskrift fer nú eins og eldur í sinu þar í landi, einkum í gegnum nytimes.com.  Hér er um að ræða sannkallaða beikonsprengju og í raun hálfgert monster.  Uppskrifitin er ekki fyrir hjartveika, því hún inniheldur meira en hálft kíló af fitu og yfir 5 þúsund hitaeiningar!
Innihald:

  • 1 kíló beikon
  • 1 kíló ítölsk pylsa að eigin vali (pylsukjöt)
  • 1 dós/krukka grill að eigin vali
  • 1 dós grillkrydd að eigin vali

Fléttið saman 10 beikonsneiðar (5 á hvora hlið).  Kryddið duglega. Leggið pylsukjötið ofan á.  Steikið afganginn af beikoninu og leggið ofan á (þið ráðið hveru mikið beikonið á að vera steikt).  Meira krydd.  Setjið grillsósuna efst.
Rúllið þessu saman í pylsu, en athugið að skilja beikonnetið eftir (ekki rúlla því upp).  Rúllið svo beikonfléttunni utan um pylsuna.
Grillið við miðlungshita þar til kjarnahiti nær 70 gráðum.  Mælt er með að hafa hickoryspæni í grillinu til að fá fram reykbragð.  Þegar hleifurinn er tilbúinn er hann smurður með grillsósunni.  Ráðlegt er að hafa slökkvitæki við hendina þegar hleifurinn er grillaður!
Svo er það stóra spurningin – hvað drekkur maður með þessum ósköpum? Einhverjar tillögur?

Vinir á Facebook