Wine Spectator útnefnir vín ársins 2006!

Tímaritið Wine Spectator hefur útnefnt vínið Casanova di Nero Brunello di Montalcino Tenuta Nuova 2001 sem vín ársins 2006. Vínið hlaut 97 punkta í einkunn og kostar um $70. Því miður hefur Vínsíðan ekki náð að smakka þetta vín og ekki útlit fyrir að það takist að svo stöddu því það fæst hvorki á Íslandi né í Svíþjóð.

Vinir á Facebook